SPURT & SVARAÐ
Ef þú hefur frekari spurningar þá endilega sendu okkur póst á golfhollin@golfhollin.is
-
Hver er opnunartíminn?
Það er opið frá 10:00 til 23:00 virka alla daga vikunnar. Laugardaga frá 10:00 til 21:00 og sunnudaga frá 10:00 til 19:00.
-
Hvar eruð þið til húsa?
Við erum á Fiskislóð 53-59, 101 Reykjavík
-
Hvernig gerist ég meðlimur?
Þú ferð inn á meðlimasíðu okkar,
Skráir þig og greiðir. Þú mætir svo til okkar í afgreiðslu þegar þú mætir fyrst.
-
Hvernig bóka ég staka tíma?
Þú ferð inn á bókunarsíðu Golfhallarinnar
Þú velur tíma sem þú vilt koma, það er í boði 1-3 klukkustundir. Hámark 4 geta verið á braut. Við hvetjum stóra hópa til þess að hafa samband við okkur á golfhollin@golfhollin.is
-
Þarf að mæta í sérstökum golfklæðnaði?
Nei, engar reglur um golffatnað en snyrtilegur klæðaburður æskilegur.
-
Hvað tekur langan tíma að spila 18 holur?
Það fer allt eftir fjölda leikmanna í hverjum hermi.
1 leikmaður spilar 18 holur á ca 1 - 2 klst
2 leikmenn spila 18 holur á ca 2 - 2 1/2 klst
3 leikmenn spila 18 holur á ca 2 - 3 klst
4 leikmenn spila 18 holur á ca 3 - 4 klst
-
Hvernig bóka ég fasta tíma?
Hefur samband á golfhollin@golfhollin.is og við aðstoðum þig við að finna og festa tíma eftir þínum þörfum.
-
Þarf að spila í golfskóm?
Það er valfrjálst öllum gestum en skórnir verða að vera hreinir og snyrtilegir.
-
Notar maður venjuleg tí?
Nei, slegið er af sértilgerðum plast tíum sem eru til staðar fyrir alla gesti.
-
Má spila með allar golfkúlur?
Ekki alveg, einungis má spila með hreinar hvítar golfkúlur. Litaðar og merktar kúlur skemma tjöldin og því ekki leyfilegar til notkunar.
-
Hvað geta margir spilað í einum hermi?
1-4 er gott viðmið á fjölda spilara á hvern hermi.
-
Er hægt að fá lánaðar kylfur?
Hópar og einstaklingar muna geta fengið lánaðar kylfur og bolta gegn gjaldi þegar fram líða stundir.